Færsluflokkur: Bílar og akstur
9.5.2012 | 23:41
Þurfalingar?
Ég þekki hjón á 7tugsaldri sem bæði eru atvinnulaus/öryrkjar og fara reglulega og fá mat þarna vegna þess að þau "hafa ekki efni á mat" ....
Þau aka um á 2mkr benz sem þau eiga skuldlaust og eiga annan húsbíl/van upp á ca. hálfa millu, þau reykja bæði pakka á dag og voru að kaupa sér 120þ kr. rafmagnsvespu um daginn "afþvíbara"
Má ég ekki koma líka og fá frían mat svo ég geti eytt peningunum mínum í verslunarferð til Flórída?
18.4.2012 | 17:15
þvílíkt sjokk!!
Við hverju bjóst fólkið þegar það keypti sér íbúð við stóra umferðaræð? Bjóst það við því að það gæti sest út á stétt með nesti og hlustað á fuglasönginn í ró og næði? Ég gæti skilið svona tuð ef Reykjvíkurborg hefði gert skipulagsbreytingu og sett allt í einu stóra umferðargötu þarna. Fasteignaverð hlýtur að endurspeglast í þessu, þannig að sá sem kaupir íbúð á þessum stað ætti að geta fengið hana ódýrari en sambærilega íbúð á betri stað.
Ofbeldi gagnvart íbúunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2012 | 17:19
Það verða allir farnir á hausinn áður en nokkuð verður gert!
Verðtryggð lán verði lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2012 | 02:31
Hvað teljast sjálfsögð mannréttindi?
Okkur þykja ýmsir hlutir í dag teljast til sjálfsagðra mannréttinda. Fyrir 100 árum þóttu það sennilega sjálfsögð mannréttindi að eiga tvenn pör af nærbuxum. 2007 þóttu það sjálfsögð mannréttindi að geta hoppað í helgarferð til Mílanó og geta keypt sér föt fyrir nokkra "hundraðkalla". Í dag stöndum við frammi fyrir því að það þarf að skera niður og við getum ekki leyft okkur jafn mikið og áður. Vandamálið við "sjálfsögð mannréttindi" er að það er erfitt að lækka lífs-standardinn. Mér finnst viðhorfið í fólki oft jaðra við frekju. Fólk er orðið of góðu vant og ætlast til að fá allt upp í hendurnar.
Aðeins efnað fólk getur notað innanlandsflug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ágúst Örn Grétarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar