Hvað teljast sjálfsögð mannréttindi?

Okkur þykja ýmsir hlutir í dag teljast til sjálfsagðra mannréttinda. Fyrir 100 árum þóttu það sennilega sjálfsögð mannréttindi að eiga tvenn pör af nærbuxum. 2007 þóttu það sjálfsögð mannréttindi að geta hoppað í helgarferð til Mílanó og geta keypt sér föt fyrir nokkra "hundraðkalla". Í dag stöndum við frammi fyrir því að það þarf að skera niður og við getum ekki leyft okkur jafn mikið og áður. Vandamálið við "sjálfsögð mannréttindi" er að það er erfitt að lækka lífs-standardinn. Mér finnst viðhorfið í fólki oft jaðra við frekju. Fólk er orðið of góðu vant og ætlast til að fá allt upp í hendurnar. 


mbl.is Aðeins efnað fólk getur notað innanlandsflug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ýmis konar þjónusta sem er nauðsynleg en ekki hægt að fá í sumum landshlutum, t.d. almennileg læknisþjónusta. Það hlýtur þá að teljast til mannréttinda að fólk sem býr á þeim stöðum geti sótt þá þjónustu til Reykjavíkur án þess að fara á hausinn við það. Við búum öll á Íslandi og borgum skatta í Íslenskan ríkissjóð. Það ætti því ekki að vera of dýrt fyrir fólk á landsbyggðinni að geta sótt sér þá nauðsynlegu þjónustu til Reykjavíkur sem ekki er í boði á sumum stöðum á landsbygðinni. Sumt fólk virðist bara ekki sjá neitt annað en Reykjavík og aftur Reykjavík og finnst fólk sem býr annarstaðar vera fyrir í kerfinu.

Jóhann (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 03:07

2 identicon

Hvað telur þú sjálfsögð mannréttindi

Sigrún (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 08:11

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Ágúst Örn:  Vilt þú búa við það að enginn snjómokstur sé í þínu nágrenni sem og á þeim leiðum sem þú þarft að fara til vinnu á tímabilinu 6. janúar til 20. mars ár hvert ?  Sjálfsagt finnst þér það eðlileg mannréttindi ?

Eða að það kosti 4 manna fjölskyldu 90-110 þúsund að komast með því flugi sem þó er ennþá eftir í landinu fram og til baka frá heimili sínu og til höfuðborgarsvæðisins.   Og að það fólk hafi ekki annað val ?

Nýjustu skattar ríkisstjórnarinnar varðandi skattlagningu á eldsneyti (margsköttun varðandi flugið) valda því að aðeins tvennt er í stöðunni fyrir innanlandsflugið:  a) að stórhækka fargjöld þannig að það sé einungis á færi mjög ríkra einstaklinga að nota flugið og voru flugfargjöldin næg fyrir, b) að leggja af flug til flest allra staða innan lands.

Þetta snýst ekki um frekju, né að fólk sé góðu vant.

Jón Óskarsson, 20.1.2012 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ágúst Örn Grétarsson

Höfundur

Ágúst Örn Grétarsson
Ágúst Örn Grétarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband